Golfkennsla

Golfkennarinn & Golfkennslan

Golfkennari Golfklúbbs Grindavíkur er Helgi Dan Steinsson, PGA kennaranemi. Öll golfkennsla GG er í höndum Helga.

Helgi Dan er fæddur á Akranesi árið 1976 en býr í Reykjanesbæ. Hann hefur spilað golf frá 6 ára aldri og er áttfaldur klúbbmeistari GL ásamt því að hafa tekið þátt í stórmótum hérlendis og í landsliðsverkefnum erlendis.  Helgi hefur alltaf haft mikinn áhuga á golfkennslu og hóf PGA nám haustið 2012 og áætlar að útskrifast vorið 2015.
Hægt er að bóka tíma í golfkennslu hjá Helga Dan í golfskála í síma 4268720 eða með því að hafa beint samband við hann í síma 8979231 eða á helgidansteins@gmail.com.

Sú golfkennsla sem er í boði fyrir klúbbmeðlimi GG er :

–       Hópkennsla, 2-4 saman í 60mín

–       Einkakennsla 30 mín

–       Einkakennsla 60 mín

–       Spilakennsla, 9 holur, þar sem áhersla er lögð á leikskipulag

–       Hópkennsla fyrir smærri og stærri hópa