Golfnámskeið fyrir byrjendur

Golfnámskeið fyrir byrjendur

Staðsetning: Golfklúbbur Grindavíkur, Húsatóftavöllur.

Kennari: Andrea Ásgrímsdóttir PGA golfkennari.

Námskeiðið er 3 klst. (1 klst í senn) frá kl. 17:00-18:00.

1. Mánudagur 10. júlí. Farið verður yfir grunnatriði golfsveiflunnar, búnað og annað sem skiptir máli.
2. Þriðjudagur 18. júlí. Haldið áfram með grunnatriði golfsveiflunnar og stutta spilinu bætt við.
3. Miðvikudagur 19. júlí. Unnið með grunnatriðin (sveiflan vippin og púttin).

Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur læri og þjálfi öll grunnatriði sem koma að golfsveiflunni s.s. grip, líkamsstöðu og sveifluferil ásamt stutta spilinu.

Þjálfari áskilur sér rétt til að breyta námskeiðsdagskránni í samræmi við aðstæður, aðallega veður og samsetningu hóps.

Þetta námskeið hentar fyrir byrjendur og einnig þá sem eru aðeins komnir af stað í íþróttinni en vilja skerpa á grunnatriðunum.

Nánari upplýsingar og skráning á netfanginu andreagolfkennari@gmail.com eða í síma 615-9515.