Golfnámskeið fyrir konur

Golfnámskeið fyrir konur

Staðsetning: Golfklúbbur Grindavíkur, Húsatóftavöllur.

Kennari: Andrea Ásgrímsdóttir PGA golfkennari.

Námskeiðið er 4 klst, 1 klst í senn. Dagskráin miðast við samsetningu hópsins, veður og aðrar aðstæður. Reynt verður að mæta þörfum allra svo að eftir námskeiðið sjái hver og ein árangur af sínu golfi, hvort sem það er að slá boltann betur, ná lægra skori eða einfaldlega hafa meira gaman af íþróttinni 😊

Allar konur velkomnar, byrjendur og lengra komnar!

Verð: 8.000 kr. Takmarkaður þátttökufjöldi.

Nánari upplýsingar og skráning á netfanginu andreagolfkennari@gmail.com eða í síma 615-9515.