Aðalfundur GG
Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur fer fram laugardaginn 23. janúar 2016 kl. 13:00 í golfskálanum að Húsatóftum.
Dagskrá aðalfundarins er svohljóðandi:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar
- Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis
- Ný lög GG lögð fram til samþykkis
- Kosning formanns
- Kosning stjórnar og varastjórnar
- Kynning á framkvæmdum 8. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 lögð fram
- Ársgjöld 2016
- Önnur mál
Stjórn GG vill vekja athygli á tillögu að nýjum lögum en nýju lögin verða aðgengileg á heimasíðu GG, félagsmönnum til yfirlestrar, einnig ættu allir þeir sem eru með virkt netfang hjá golf.is að fá nýju lögin í tölvupósti. Smelltu hér til að lesa tillögur að nýjum lögum GG. Stjórn GG óskar eftir athugasemdum við lagabreytingarnar. Hér má lesa gömlu lögin frá 1993 til samanburðar. Einnig vill stjórnin vekja athygli á breyttu fjárhagsári klúbbsins en frá 1. jan 2015 varð fjárhagsárið almannaksárið.
Auglýst er eftir góðu og áhugasömu fólki í stjórn og nefndir á vegum klúbbsins. Sérstaklega er óskað eftir konum, bæði til stjórnarstarfa og nefndarstarfa en áhugi er fyrir því að stofna sérstaka kvennanefnd sem heldur utan um kvennastarf hjá klúbbnum. Ábendingar og tilkynningar sendist til gggolf@gggolf.is eða í síma 893-3227 (Halldór).
Hvetjum félaga Golfklúbbs Grindavíkur til að fjölmenna á aðalfundinn og taka þátt í því mikla uppbyggingarstarfi sem klúbburinn stendur fyrir. Boðið verður upp á veitingar í fundarhléi.
Stjórnin