Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur 2. febrúar 2019

Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur 2. febrúar 2019

Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur fór fram laugardaginn 2. febrúar. Það voru um 20 félagsmenn sem mættu á fundinn. Rekstur Golfklúbbs Grindavíkur gekk erfiðlega annað árið í röð, tap var á daglegum rekstri kúbbsins upp á 3 mkr. en að teknu tilliti til fyrninga og fjármagnsgjalda var tapið 5 mkr.

Þrátt fyrir að völlurinn hafi verið í mjög góðu standi sumarið 2018 þá fækkaði heimsóknum um 15% frá 2017. Veðrið undanfarin tvö sumur hefur því sett svip sinn á aðsókn að Húsatóftavelli. Aðsóknartölur 2018 sýna um 35% fækkun frá 2016.
Talsverðar breytingar voru á stjórn klúbbsins. Bjarki Guðnason var kjörinn formaður. Halldór Smárason lét af formennsku eftir 9 ára setu í stjórn klúbbsins, þar af 5 ár sem formaður. Halldór Ingvason hætti líka í stjórn klúbbsins eftir áratuga stjórnarsetu. Sverrir Auðunsson hætti sem gjaldkeri eftir 6 ára starf. Halldór Smárason hefur þó ekki alveg sagt skilið við klúbbinn því hann mun sinna stöðu framkvæmdastjóra klúbbsins.

Nýja stjórn Golfklúbbs Grindavíkur skipa eftirfarandi: Bjarki Guðnason formaður, Aðalgeir Johansen, Guðmundur Andri Bjarnason, Haukur Einarsson, Helgi Dan Steinsson, Ingvar Guðjónsson, Leifur Guðjónsson, Sigurður Jónsson og Svava Agnarsdóttir.
Stjórn Golfklúbbs Grindavíkur horfir bjartsýn fram á veginn og vill þakka fráfarandi stjórnarmönnum fyrir þeirra störf í þágu klúbbsins.

Aðalfundur samþykkti árgjöld fyrir 2019 og eru þau eftirfarandi:

Almennt gjald 80.000 kr.
Hjónagjald 12% afsláttur 140.000 kr.
67 ára og eldri 25% afsláttur 60.000 kr.
Öryrkjar 25% afsláttur 60.000 kr.
18 – 25 ára 50% afsláttur 40.000 kr.
Nýliðagjald 50% afsláttur fyrsta ár í golfklúbbi 40.000 kr.
Nýliðagjald 37% afsláttur annað ár í golfklúbbi 50.000 kr.
Fjaraðild 25% afsláttur 60.000 kr.

Ársreikningur

Skýrsla stjórnar