Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur

Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur

Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur var haldin þann 3. febrúar síðastliðinn. Um 20 félagsmenn mættu á fundinn. Farið var yfir skýrslu stjórnar og ársreikning.

Halldór Smárason var endurkjörinn formaður. Þeir Sigmar Eðvardsson og Ólafur Már Guðmundsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en í stað þeirra voru kosnir þeir Guðmundur Andri Bjarnason og Haukur Einarsson. Stjórn GG er því þannig skipuð 2018. Halldór Smárason formaður, Sverrir Auðunsson, Hávarður Gunnarsson, Svava Agnarsdóttir, Halldór Ingvason, Haukur Einarsson, Guðmundur Andri Bjarnason, Sigurður Jónsson og Ingvar Guðjónsson.

Þeir Bjarni Andrésson, Gunnar Sigurðsson og Jón Halldór Gíslason fengu gullmerki golfklúbbsins. Ólafur Már Guðmundsson fékk silfurmerki klúbbsins.

Minni aðsókn var að Húsatóftavelli sumarið 2017 en árið áður og skýrir það um þriggja miljóna tap af daglegum rekstri klúbbsins. Hagnaður var hins vegar af reglulegri starfsemi golfklúbbsins upp á rúmlega 32. milljónir. Sá hagnaður er til kominn vegna styrkveitinga Bláa Lónsins til vallarframkvæmda.

Aðalfundur samþykkti árgjöld fyrir 2018, og eru þau eftirfarandi:

Almennt gjald einstaklings 70.000 kr.

Hjónagjald 10% afsláttur 126.000 kr.

67 ára og eldri 25% afsláttur 52.500 kr.

Öryrkjar 25% afsláttur 52.500 kr.

18 – 25 ára 50% afsláttur 35.000 kr.

Nýliðagjald 50% afsláttur fyrsta ár 35.000 kr.

Nýliðagjald 30% afsláttur annað ár 49.000 kr.

Fjaraðild 25% afsláttur 52.500 kr.

Þeir Bjarni Andrésson, Gunnar Sigurðsson og Jón Halldór Gíslason fengu gullmerki golfklúbbsins. Ólafur Már Guðmundsson fékk silfurmerki klúbbsins.