Annað Aðventumót GG á laugardag

Annað Aðventumót GG á laugardag

Annað Aðventumót Golfklúbbs Grindavíkur fer fram laugardaginn 6. desember ef veður leyfir. Leikin verður punktakeppni og veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Jafnframt verða veitt verðlaun fyrir besta skor í höggleik án forgjafar.* Nándarverðlaun á tveimur brautum. Keppnisgjald er 3.500 kr.-

Allir kylfingar verða ræstir út samtímis kl. 10:45. Verðlaun verða kynnt nánar síðar.

Við hvetjum kylfinga til að skrá sig til leiks. 

Skráning hafin á golf.is. Mótanefnd áskilur sér rétt til að fresta eða færa mótið verði veður slæmt eða þátttaka ekki nóg.
Mótanefnd GG

*Ekki er hægt að vinna til verðlauna í bæði höggleik og punktakeppni.