Blue lagoon Open 2014

Berglind Hafliðadóttir, sölustjóri Bláa Lónsins. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK. Halldór Smárason, formaður GG.
Hið árlega kvennamót Bláa Lónsins „Blue Lagoon Open“ var haldið á Húsatóftavelli í Grindavík þann 21.júní 2014. Ræst var út á öllum teigum samtímis svo um takmarkaðan fjölda keppenda var að ræða, í ár mættu 87 konur til leiks, en ein kona forfallaðist á síðustu stundu svo hægt er að segja að mótið hafi verið fullskipað því 88 pláss voru í boði.
Mótið var hið glæsilegasta í alla staði, morgunverður áður en lagt var af stað, veitingar voru á 1.teig, 7.teig og 12.teig síðan var léttur matur í skála eftir að leik lauk. Vinningaskráin samanstóð af dekri, mat, snyrtivörum og annari afþreyingu sem Bláa Lónið er svo þekkt fyrir, það verður engin svikin af því að heimsækja Bláa Lónið.
Veðrið lék við keppendur og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK var ótvíræður sigurvegari dagsins, en Guðrún Brá vann höggleikinn og lék völlinn á 65 höggum og fékk 37 punkta, en sami aðili getur ekki unnið bæði punktakeppnina og höggleikinn. Guðrún gerði sér lítið fyrir og var með lengsta teighöggið á 6.braut einnig var hún næst holu í tveimur höggum á 1.braut. Þórunn Elva Bjarkadóttir GR vann punktakeppnina á 34 punktum, í öðru sæti varð Björk Guðjónsdóttir GS á 33 punktum og Freyja Önundardóttir GR varð í þriðja sæti á 33 punktum en Björk var með fleiri punkta á seinni 9. Lengsta teighögg á 11.braut átti Íris Dögg Steinsdóttir GS. Næst holu í tveimur höggum á 9.braut var Ingibjörg Ketilsdóttir GR. Næst holu á 2.braut var Ingveldur Ingvarsdóttir GK, á 5.braut var næst holu Sigríður Fanney Jónsdóttir GO, á 7.braut var Kristbjörg Jónsdóttir GK næst holu, á 16.braut var Laufey Valgerður Oddsdóttir GR næst holu og á 18.braut var Sigurborg Guðmundsdóttir næst holu.
Golfklúbbur Grindavíkur vill þakka Bláa Lóninu fyrir stuðninginn og einnig þökkum við öllum þeim frábæru konum sem komu og gerðu þetta stórkostlega mót að veruleika.