Leikfyrirkomulagi breytt á Húsatóftavelli laugardaginn 13. júní.

Leikfyrirkomulagi breytt á Húsatóftavelli laugardaginn 13. júní.

Leikfyrirkomulagi breytt á Húsatóftavelli laugardaginn 13. júní.

Á morgun laugardaginn 13. júní verður leikfyrirkomulaginu breytt á Húsatóftavelli. Við breytum fyrstu braut, annari braut, þriðju braut og níundu brautinni.

Breytingar eru á þá leið að fyrsta brautin er spiluð beint inn á flötina á núverandi annari braut, fyrsta brautin verðu áfram par 4 en styttist.

Önnur brautin er til bráðabirgða og breytist á þann veg að aftari teigurinn (guli) verður á gamla fremri (rauða) teignum á þriðju braut og fremri teigurinn þar fyrir framan, brautin verður leikin sem par 3 inn á núverandi fyrstu flöt.

Þriðju brautina hættum við að spila sem par 5. og hún breytist í par 4. braut, slegið verður til bráðabirgða af gamla teignum á annari en fremri teigurinn verður á grasinu inni á braut.

Níunda breytist í par 5. braut þar sem aftari (guli) teigurinn er aftan við áttundu flöt, áður en gengið er yfir brúnna, og slegið er yfir gjánna. Fremri (rauði) teigurinn verður síðan þar sem aftari (guli) teigurinn var.

Stjórn GG vonar að breytt leikfyrirkomulag muni auka ánægju kylfinga við leik á Húsatóftavelli. Þessar breytingar eru fyrsta skrefið í þeim framkvæmdum sem ráðist hefur verið í á Húsatóftavelli, þar sem fyrsta brautin, þriðja brautin og sú níunda eru þá komnar í endanlega mynd. Einnig breytist forgjafarröð fyrstu þriggja og síðustu þriggja á fyrri níu holunum.