Færðu verki í bakið við golfiðkun?
Posted on 30/11/2014 in Allar Fréttir

Grindvíkingurinn og einkaþjálfarinn Skúli Pálmason ætlar sér að koma kylfingum landsins í form. Hann hefur sett á laggirnar 12 vikna styrktarþjálfunaráætlun sem er sérhönnuð af sjúkra- og einkaþjálfara fyrir kylfinga.
Áætlunin byggir á rannsóknum á kylfingum sem sýnir að vissar æfingar geta bætt hraðann á sveiflunni og þar af leiðandi lengd högga. Markvisst er unnið með að auka hreyfanleika- og styrkjandi æfingar gerðar til að lágmarka meiðsl og gera líkamann tilbúinn fyrir golfsumarið.
Nánar má kynna sér þetta framtak með því að smella hér.