Glanni nýr vinavöllur

Glanni nýr vinavöllur

Golfklúbburinn Glanni er nýr vinaklúbbur okkar, okkar félagsmenn geta leikið þennan frábæra völl fyrir 2500kr.

Golfvöllurinn Glanni er 9 holu golfvöllur og er staðsettur við fossinn Glanna í Norðurárdal. Einn fallegasti golfvöllur landsins. Völlurinn er mjög áhugaverður fyrir golfspilara, jafnt byrjendur sem og góða golfara. Golfskálinn býður upp á veitingar eins og samlokur, hamborgara, súpur, kaffi og aðra drykki. Einnig leigu á golfáhöldum. Upplagt að njóta þessa glæsilega golfvallar á leið milli landshluta.