Barna og unglingastarf

Barna og unglingastarf Golfklúbbs Grindavíkur

Sumarið 2014 mun Helgi Dan Steinsson PGA kennaranemi sjá um golfkennslu á vegum Golfklúbbs Grindavíkur. Skipulagðar æfingar fyrir börn og unglinga verða á „rollutúninu“ sem er austan við knattspyrnuhús okkar Grindvíkinga Hópið.


Æfingatafla fyrir börn og unglinga

Mánudagar

8 – 11 ára 16:00 – 17:00
12 – 16 ára 17:00 – 18:00


Miðvikudagar

8 – 11 ára 13:00 – 14:00
12 – 16 ára 14:00 – 15:00

 

Við viljum hvetja foreldra til að vera virk með Helga í þessu barna og unglingastarfi.

Kennsla fyrir börn og unglinga hefst í maí, kennt verður tvisvar sinnum í viku, klukkustund í senn. Skipulegri útikennslu lýkur síðan í ágúst. Í Hópinu verður síðan golfkennsla með SNAG sniði einu sinni í viku frá september til nóvember og aftur frá febrúar til apríl. Allar nánari upplýsingar um barna og unglingastarfið er hægt að fá hjá Helga Dan í síma 8979231 eða í golfskálanum í síma 4268720.

Markmið barna og unglinga kennslu er að bjóða upp á fjölbreytta kennslu þannig að allir fái tækifæri til þátttöku í samræmi við áhuga, vilja og getu. Golfklúbbur Grindavíkur vill að tryggt sé að stúlkur og drengir fái jöfn tækifæri til að stunda golf.

Markmiðið er líka að styðja við barna og ungmennastarf í bæjarfélaginu með það að leiðarljósi að fjölga þátttakendum. Unnið verður samkvæmt stefnu ÍSÍ um barna- og unglingaíþróttir. Mikilvægt er að vinna að samþættingu skóla, íþrótta, og annarra frístunda á meðal grunnskólabarna

Fréttir af barna og unglingastarfi

Load More