Golfkennsla Sumarið 2014 – Unglingastarf
Posted on 10/06/2014 in Allar Fréttir, Barna og Unglingastarf
Golfkennsla 2014
Sumarið 2014 mun Helgi Dan Steinsson PGA kennaranemi sjá um golfkennslu á vegum Golfklúbbs Grindavíkur. Skipulagðar æfingar fyrir börn og unglinga verða á „rollutúninu“ sem er austan við knattspyrnuhús okkar Grindvíkinga Hópið. Helgi Dan mun einnig þjónusta félagsmenn GG alla miðvikudaga í sumar, tímapantanir í golfkennslu verða í golfskálanum síma 4268720 eða beint hjá Helga í síma 8979231. Nú er um að gera fyrir félagsmenn GG að nýta sér þekkingu og reynslu Helga. Æfingatafla fyrir börn og unglinga
Mánudagar
8 – 11 ára | 16:00 – 17:00 |
12 – 16 ára | 17:00 – 18:00 |
Miðvikudagar
8 – 11 ára | 13:00 – 14:00 |
12 – 16 ára | 14:00 – 15:00 |
Við viljum hvetja foreldra til að vera virk með Helga í þessu barna og unglingastarfi.
Með golfkveðju
Stjórn GG.