Golfvöllurinn

Um Húsatóftavöll

loftkort af golfvelli

Húsatóftavöllur liggur við þjóðveginn að Reykjanesvita, vestan við Grindavík, um 7 km frá Bláa Lóninu. Völlurinn er 18 holur, fimm þeirra eru á bökkunum með sjónum, þrettán eru norðan þjóðvegarins og teygja sig skemmtilega inn í hraunið.

Fyrst eru holurnar á efri vellinum leiknar inn í hraunið í austurátt frá golfskála. Þegar 6 fyrstu brautirnar hafa verið leiknar snúa kylfingar við í vestur átt og ljúka fyrri hlutanum síðan í skálinni frægu á 9 flöt á móts við golfskálann. Þá er túnið leikið fram og til baka á næstu þremur holum og að síðustu eru bakkarnir leiknir. 18 holan liggur við gamla skálann og er tignarleg par 3 hola sem liggur upp að núverandi golfskála.

Nýr golfskáli var tekinn í notkun í júlí 2012. Skálinn er 170 fermetrar að stærð og rúmar allt að 100 manns í sæti.  Skálinn hentar mjög vel fyrir allskyns hópa og fyrirtæki til mótahalds.

Völlurinn er því fullur andstæðna og þrískiptur með dæmgerðan strandvöll, gróið ræktunarland og þriðja hlutann með brautir sem hraunið umlykur. Húsatóftavöllur liggur á sprungusvæði og opnar tignarlegar gjár blasa við kylfingum á mörgum brautum efri vallarins. Hægt er að segja, að um sannkallaða náttúruperlu sé að ræða því hann stendur á plötuskilunum þar sem Evrasíuplatan og Ameríkuplatan mætast í öllu sínu veldi. Völlurinn þykir frekar auðveldur á fótinn.