Golfskálinn

Samhliða stækkun Húsatóftavallar í 18 holur tókum við nýjan golfskála í gagnið 10.júlí 2012.  Skálinn er 170 m² að stærð og rúmar allt að 100 manns í sæti, klúbbhúsið hentar mjög vel fyrir hópa og  fyrirtæki hvort sem er í útleigu eða mótahald.

Golfskálinn opnar um miðjan apríl á ári hverju. Kylfingum ber skylda til að koma við í skálanum og skrá sig áður en þeir hefja leik. Veitingar á góðu verði og flest það sem kylfingum vantar.

Skálann er hægt að hafa opinn eftir samkomulagi, en fastir opnunartímar eru sem hér segir:

Mánudaga til föstudaga: 08:00-21:30
Laugardaga og Sunnudaga: 9:00-19:00

Golfkerruleiga 1.000 kr.
Golfsett bæði karla og kvennasett 3.000 kr.
Golboltar á æfingasvæði 300 kr. 30 boltar.

Rástímaskráning og þjónusta í skála: 426-8720