Hola 1 - Lýsing
Upphafsbraut Húsatóftavallar er frekar lúmsk par 4 hola. Hún er bein og 310 m. löng, en þá er ekki öll sagan sögð því það skiptir miklu máli hvar teighöggið endar svo annað höggið gefi gott færi á flötinni. Hættan er mest vinstra megin við brautina, því lendi menn þar þá er mikið af glompum í leik. Flötin er síðan varin með glompum og karga og segja má að hvergi sé einfalt að vippa inn, nema að inná höggið sé of stutt. Héðan ganga allir sáttir með par.