Hola 10 - Lýsing
Tíunda holan er stutt par 4 hola sem liggur meðfram djúpri gjá. Vallarmörk eru meðfram allri brautinni á hægri hönd. Brautin er í örlítilli hundslöpp til hægri og er teigurinn staðsettur vel fyrir ofan brautina svo að kylfingar eiga auðvelt með að sjá lendingarstað fyrir upphafshöggið. Tvær glompur eru þó vinstra megin við brautina. Ef kylfingar missa boltann til hægri má reikna með að hann endi utan vallarmarka eða ofan í gjánni. Innáhöggið er upp í móti en þó án teljandi vandræða fyrir kylfinga. Þó skal varast sandglompuna, sem er nokkuð djúp neðan við flötina. Flötin sjálf er á tveimur pöllum með miklum hæðarmun. Mikill halli er í neðri pallinum og því skiptir máli hvar holustaðsetningin er. Flötin er erfið viðfangs og því er par ásættanlegt.