Hola 11 Par 4 / Fgj. 10 / Rauðir 248m / Gulir 328m

braut11

Hola 11 - Lýsing

Par 4 hola með nokkuð mikinn hæðarmun. Upphafshöggið er slegið innan úr hrauni og um 140 metrar inn á braut. Hún er í örlítilli hundslöpp til vinstri og með nokkrar brautarglompur þannig að mikilvægt er að staðsetja upphafsöggið. Ellefta brautin liggur á milli tíundu og tólftu brautanna og þarna getur orðið þröng á þingi þegar margir eru að spila. Innáhöggið er frekar þægilegt þó það sé algjörlega blint, því flötin liggur hærra en brautin, flötin er varin með þremur glompum. Flötin er á tveimur pöllum og það er brekka fyrir aftan flötina sem gerir það að verkum að ef holustaðsetning er aftast á flötinni, þá er betra að vera of stuttur. Hér er gott að fá par.

 

Styrktaraðili

veidafaerathjonustan