Hola 12 - Lýsing
Auðveldasta braut vallarins, aðeins 207.metrar par 4. Hér er freistandi fyrir kylfinga að reyna að slá beint inn á flöt í upphafshögginu. Hún er sýnd veiði en ekki gefin því margar hættur leynast við flötina. Fjórar glompur umlykja flötina fyrir framan og til hægri við hana. Ekki er gott að vera of langur né til vinstri við flötina því þar sem mikill hæðarmunur og hætta á slæmri legu í karga. Þaðan getur höggið verið alveg blint inn og mega menn þá þakka fyrir að fá skolla. Flötin sjálf er nokkuð stór, á tveimur pöllum og með miklu landslagi. Fugl er algengt skor á tólftu braut en þó hafa menn gengið í burtu með mun lakara skor.