Hola 13 Par 4 / Fgj. 12 / Rauðir 397m / Gulir 478m

braut13

Hola 13 - Lýsing

Einföld par 4 hola þar sem upphafshöggið er slegið yfir þjóðveginn. Það þýðir fyrir þann sem ekki þekkir til að örlítils skjálfta verður stundum vart. Af gulum teigum þarf um 175 metra langt högg til að ná inn á braut, en af rauðum teigum um 150 metra. Lítil sem engin hætta myndast þó slegið sé í kargann til hliðar við brautina þó eru vallarmörk eru vinstra meginn. Taka verður tillit til þeirra sem slá af fjórtánda teig og eiga þeir réttinn. Passa þarf lengdina í innáhögginu því sjóvarnargarðurinn er þétt við flötina. Stærsta flöt vallarins er á þrettándu braut 620 m², tiltölulega slétt og einföld. Þessi hola er samkvæmt vallarmatinu talin léttasta hola vallarins. Hérna er oft möguleiki á fugli.

 

Styrktaraðili

Einhamar