Hola 15 Par 4 / Fgj. 2 / Rauðir 440m / Gulir 538m

braut15

Hola 15 - Lýsing

Spennandi par 4 hola sem liggur í hundslöpp til hægri. Högglangir kylfingar reyna oft að slá beint inn á flöt, en flötin sést ekki frá teignum. Þeir sem eru varkárari taka oft upp járn og miða á miðja braut sem gefur opið svæði fyrir þægilegt inná högg. Til vinstri er mikill kargi þar sem auðvelt er að týna boltanum utan brautar. Til hægri er líka mikill kargi. Annað höggið er oftar en ekki stutt högg (innan við 100 metrar) en varast skal að slá of langt þar sem flötin er varin af hraunkanti. Næst minnsta flöt vallarins, einungis fermeter minni en flötin á þeirri fyrstu. Flötin er kúpt og erfitt getur verið að stöðva boltann eftir innáhögg. Par hérna og þá eru flest allir sáttir.

 

Styrktaraðili

Altak