Hola 17 - Lýsing
Þægileg og fremur auðveld par 4 hola sem liggur í örlitla hundslöpp til vinstri. Gott er að miða vinstra meginn á brautina til að opna vel fyrir inná höggið. Varast skal að slá of mikið til vinstri og lenda í karga og sandi sem stundum verður til að högg tapast. Hafa ber í huga við upphafshögg að glompurnar þrjár á miðri braut sjást ekki af teig. Ef slegið er of mikið til hægri þarf oft á tíðum að slá annað höggið yfir sandglompu til að komast inn á flöt. Flötin er býsna stór og skiptist í tvennt þar sem mikill hryggur gengur í gegnum hana miðja. Flötin tekur vel við boltum og vel staðsett innáhögg gefur möguleika á fugli.