Hola 18 Par 3 / Fgj. 18 / Rauðir 90m / Gulir 117m

braut18

Hola 18 - Lýsing

Lokaholan liggur meðfram gamla skálanum upp á flöt við nýja skálann. Flötin er við hlið gamallar tóftar og liggur flötin hærra en teigurinn. Ekki er gott að vera of stuttur,sérstaklega til hægri, því mikil lægð er fyrir framan flötina og getur boltinn rúllað marga metra til baka. Vallarmörk eru hægra megin við brautina og aftan við flötina. Flötin er varin með brekku að framan og til vinstri en til hægri er gjóta og vallarmörk en fyrir aftan flötina eru vallarmörk og gömul húsatóft. Flötin er þrískipt og getur verið býsna strembið að koma boltanum í færi við holuna. Par er vel þegið í lokin.

 

Styrktaraðili

Grindin