Hola 3 / Par 4 / Fgj. 1 / Rauðir 268m / Gulir 373m

Skilti-braut3

Hola 3

Þriðja brautin er par 4 hola sem liggur gegnt ríkjandi vindátt. Samkvæmt vallarmatinu er þetta fimmta erfiðasta hola vallarins. Í dag er brautin spiluð af bráðabirgðateigum og því styttri en ætlunin er. Hægra megin á brautinni er brautin enn í vinnslu, svo það svæði er blámerkt þangað til eru um 100 m. eftir í flötina. Flötin liggur upp á stalli sem gerir það að verkum að kylfingar vanreikna oft vegalengdina. Flötin sjálf er með mikið landslag í sér og á nokkrum pöllum því skiptir miklu máli að átta sig á hvar flaggið er staðsett áður en slegið er inn á flöt. Hér eru allir sáttir við par.

 

Styrktaraðili

NA