Hola 5 / Par 3 / Fgj. 9 / Rauðir 102m / Gulir 153m

braut5

Hola 5 - Lýsing

Skemmtileg par 3 hola sem liggur við hlið þeirrar fjórðu. Nokkuð mikill hæðarmunur er frá teig og niður á flöt. Hæðarmunurinn getur blekkt  og eflaust margir sem velja kylfu of lítið til að ná inn á flöt.  Ekki er gott að missa boltann til hægri eða að slá of stutt eða of langt því flötin er varin af klöppum og engin leið að sjá fyrir hvar sá bolti endar. Flötin hallar hins vegar á móti högginu og tekur því vel við boltum sem fljúga alla leið. Þessi hola er erfiðari en hún lýtur út fyrir að vera og það sést vel á myndinni hér fyrir ofan hvernig hraunið ver flötina. Allir sáttir við par hérna.

 

Styrktaraðili

blue_lagoon