Hola 6 Par 5 / Fgj. 13 / Rauðir 309m / Gulir 432m

braut6

Hola 6 - Lýsing

Lokkandi og stutt par 5 braut sem getur gefið fugla en einnig refsað grimmilega því hér eru hættur beggja vegna brautar. Sjötta braut Húsatóftavallar er með eina fallegustu flöt landsins. Margir kylfingar reyna að slá langt og stytta innáhöggið með því að skera hana vinstra megin. Það getur auðveldlega skapað hættu þar sem 7. flöt liggur meðfram brautinni. Rauði teigurinn er í hvarfi hægra meginn við upphaf brautarinnar. Annað höggið er einnig heillandi fyrir kylfinga sem vilja komast inn á flöt.  Flötin er með mikið landslag í sér og auðvelt að koma sér í vandræði. Kylfingar verða því að huga vel að því hvar á flötinni þeir vilja vera þar sem óspillt hraunið umlykur hana. Hér er örn í boði fyrir högglanga kylfinga, en skollinn er skammt undan.

 

Styrktaraðili

isleifur_jonsson