Stutt og fremur auðveld par 3 hola. Kylfingar hafa góða yfirsýn yfir flötina þar sem teigurinn er nokkrum metrum ofar en flötin. Flötin tekur vel á móti bolta þar sem hún hallar móti högginu og því er þetta fremur þægileg hola þar sem flestir reyna við fuglinn.