Hola 8 - Lýsing
Áttunda brautin leynir á sér, þó hún sé bein tæplega 300 metra löng par 4 hola þá eru miklar hættur beggja vegna brautar. Erfiðasta braut vallarins samkvæmt vallarmati. Upphafshöggið er frekar snúið, því velja margir öruggu leiðina og velja járn í upphafi og koma sér fram fyrir 150 metra hælinn. Fremst hallar brautin frá hægri til vinstri í miklu landslagi og því þarf að huga að því hvar upphafshöggið lendir. Hægra megin á lendingarsvæðinu eru hraunflekar og hár kargi inni á brautinni ásamt því að brautin er fremur þröng. Innáhöggið skiptir miklu máli því mikið landslag er í flötinni og ýmsar hættur sem umlykja flötina, sérstaklega kargi og mosi hægra meginn en hraun og mikill slakki vinstra meginn. Parið er alltaf vel þegið á áttundu braut.