Hola 9 - Lýsing
Níunda brautin var áður þægileg par 4 hola, en núna er hún orðin par 5 hola. Hún er nokkuð bein og upphafshöggið skiptir öllu máli. Veðrið hefur einna mest áhrif á þessa braut, í meðvindi er þetta mjög einfalt, en í suðlægum áttum og mótvindi er brautin mjög vandasöm og margar hættur sem gleypa bolta í upphafshögginu. Ef boltinn er á brautinni er þetta eins og áður sagði einföld golfhola og menn geta slegið inn á flöt í öðru höggi og reynt við örninn en svo geta kylfingar líka valið sér lengd í þriðja högg. Þá verður innáhöggið frekar þægilegt þó það sé algjörlega blint, því flötin er í nokkurs konar skál sem tekur vel við boltum. Þó ber að varast að sandglompu vinstra megin við flötina. Mikið landslag er í flötinni. Hér er oft möguleiki á fugli.