Staðarreglur Golfklúbbs Grindavíkur
- Vallarmörk afmarkast af girðingum, hvítum hælum og hvítmáluðum steinum.
- Jarðfastir steinar á stöggslegnu svæði á almennasvæðinu, fjarlægðarhælar, vökvunarkerfi, hælar sem merkja legu þess og lok á ræsum eru óhreyfanlegar hindranir, einnig eru malarbornir stígar, vegir, trébekkir, brautarmerkingar og ruslafötur óhreifanlegar hindranir (regla 16.1). Öll mannvirki, önnur en þau sem hér hafa verið nefnd eru hluti vallarins.
- Lausn frá vegslóðum og stígum í samræmi við reglu 16.1
- 4. Leyfð er færsla um kylfulengd á söggslegnu svæði á brautum 3 og 13.
Leyfð er færsla um púttershaus á flötum 2, 15 og 17.
- Allt upprót eftir vallarstarfsmenn, sérstaklega vegna framkvæmda á brautum 2,
13, 15 telst vera grund í aðgerð. Lausn samkv. reglu 16.1. Ef bolti er innan grundar eða
í óeðlilegum vallaraðstæðum á þessum brautum og það er vitað eða nánast öruggt að bolti sem
ekki hefur fundist stöðvaðist innan grundarinnir eða í óeðlilegum vallaraðstæðum, má
leikmaðurinn: Taka vítalausa lausn samkvæmt reglu 16.1
Víti fyrir að leika bolta á röngum stað í bága við staðarregluna: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a.
Víti fyrir brot á staðarreglu: Almennt víti (Höggleikur – tvö högg, Holukeppni – holutap)
Að öðru leyti skal leika eftir reglum “Rules of golf as approved by R&A Rules Limited and The United states Golf Association”
Víti fyrir brot á staðarreglu:
Holukeppni: holutap. Sími í Golfskála 4268720
Höggleikur: 2 högg.
Golfarar eru beðnir um að ganga vel um völlinn, nota flatargaffla, laga kylfuför og raka glompur. Æfingahögg á teig eru ekki leyfð.
Vallarnefnd Húsatóftavallar 22. júní 2022