Íslandsbankamótaröðin 19. – 21. júní | Úrslit

Helgina 19 til 21 júni fór fram á Húsatóftavelli stigamót unglinga í Íslandsbankamótaröðinni. Eins og svo oft áður var veðrið í aðalhlutverki, en vindur gerði keppendum lífið leitt um tíma en afskaplega gott veður var á lokadegi mótsins. Skorið var býsna gott hjá sumum keppenda og voru sett ný vallarmet bæði karla og kvenna. Saga Traustadóttir GR sem spilar í 17 – 18 ára flokki stúlkna spilaði dag 2. á 69 höggum, Ingvar Andri Magnússon GR sem spilar í 15 – 16 ára flokki pilta spilaði fyrri daginn á 65 höggum. Þetta eru bæði ný vallarmet vegna þess að næstu tvö árin verður völlurinn leikin með því fyrirkomulagi sem hann er leikinn núna.

Úrslit eru eftirfarandi:

Stúlkur 14 ára og yngri
1. sæti Kinga Korpak GS – 150 högg +10
2 – 3. sæti Hulda Clara Gestsdóttir GKG – 165 högg +25
2 – 3. sæti Alma Rún Ragnarsdóttir GKG – 165 högg +25

Stúlkur 15 – 16 ára
1. sæti Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR – 155 högg +15
2. sæti Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir GHD – 166 högg +26
3. sæti Zuzanna Korpak GS – 173 högg +33

Stúlkur 17 – 18 ára
1. sæti Saga Traustadóttir GR – 213 högg +3
2. sæti Elísabet Ágústsdóttir GKG – 224 högg +14
3. sæti Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK – 229 högg +19

Drengir 14 ára og yngri
1. sæti Kristófer Karl Karlsson GM – 144 högg +4
2. sæti Andri Már Guðmundsson GM – 151 högg +11
3. sæti Valur Þorsteinsson GM – 152 högg +12

Drengir 15 – 16 ára
1.sæti Ingvar Andri Magnússon GR – 133 högg -7
2. sæti Kristján Benedikt Sveinsson GA – 141 högg +1
3. sæti Daníel Ísak Steinarsson GK – 143 högg +3

Piltar 17 – 18 ára
1. sæti Henning Darri Þórðarson GK – 208 högg -2
2. sæti Hlynur Bergsson GKG – 213 högg +3
3. sæti Jóhannes Guðmundsson GR – 214 högg +4

Öll úrslit í mótinu eru inni á golf.is. Mótsstjórn þakkar keppendum fyrir þátttökuna og gestum fyrir komuna.