
Golfklúbbur Grindavíkur stendur fyrir opnu móti á Húsatóftavelli sunnudaginn 16. nóvember næstkomandi. Leikið verður inn á sumarflatir af hefðbundum teigum vallarins. Um er að ræða frábært tækifæri til að leika golf við fínustu aðstæður í nóvember á Íslandi en völlurinn er enn í frábæru ásigkomulagi þrátt fyrir að vetur konungur sé farinn að banka á dyrnar. Flatirnar eru enn frábærar líkt og í sumar.
Mótið er opið punktamót þar sem veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Veitt verða verðlaun fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Nándarverðlaun á 7. og 18. braut. Þátttökugjald er 3.500 kr.- og fylgir rjúkandi heitur kaffibolli með.
Verðlaun:
1. sæti í höggleik – 15.000 kr.- Gjafabréf frá Nettó*
1. sæti í punktakeppni – 15.000 kr.- Gjafabréf frá Nettó
2. sæti í punktakeppni – 10.000 kr.- Gjafabréf frá Nettó
3. sæti í punktakeppni – 8.000 kr.- Gjafabréf frá Nettó
Nándarverðlaun á 7. og 18. braut
Að sögn vallarstjóra er Húsatóftavöllur lítið sem ekkert blautur og er tilvalið að renna við í Grindavík og leika golf við frábærar aðstæður. Heitt verður á könnunni í skálanum. Skráning á golf.is.
Fyrirspurnir sendar á gggolf@gggolf.is
Mótanefnd áskilur sé rétt til að fresta mótinu sé veður ekki gott eða ekki nóg þátttaka.