Opna Veiðarfæraþjónustan Texas Scramble – Úrslit

Opna Veiðarfæraþjónustan Texas Scramble – Úrslit

Veðurblíðan var í aðalhlutverki þegar Opna Veiðarfæraþjónustan Texas Scramble mótið fór fram. Völlurin er í frábæru standi og kepptust kylfingar við að hrósa okkur fyrir völlinn, við erum að sjálfsögðu þakklát fyrir hrósið og lofum því að gera okkar besta í sumar.

Úrslitin eru eftirfarandi:

Illa liðið sigrar á 61 höggi nettó, Gilli og gullfiskarnir náðu öðru sæti með því að vera einu höggi betri á síðustu 3 holum vallarins en bæði halli og Gilli skiluðu inn nettó skori upp á 63 högg.

 

Illa liðið 32 30 62 1 61
Gilli og gullfiskarnir 32 33 65 2 63
halli 29 33 62 -1 63

 

Næstur holu á 5.braut var Helgi Birkir Þórisson GKG 2.09 m. en El Coyoteros vinnur þá nánd.

Næstur holu á 18.braut var Magnús Kári Jónsson GKG 0.77 m. en Illa liðið vinnur þá nánd.

Öll úrslit má nálgast hér.

Mótanefnd þakkar öllum þeim sem tóku þátt í mótinu fyrir komuna.