Styrktarmót Meistaraflokks Kvenna – Úrslit

Styrktarmót Meistaraflokks Kvenna – Úrslit

Styrktarmót mfl. kvenna var haldið á Húsatóftavelli í gær í blíðskaparveðri. 58 lið mættu til leiks í Texas Scramble. Það bar helst til tíðinda að Atli Már Grétarsson GK gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 15.braut Húsatóftavallar. Drengurinn notaði Driver til verksins en fimmtánda brautin er par 4, 270 m. af gulum teigum. Meistaraflokkur kvenna, Hérastubbur bakari og Golfklúbbur Grindavíkur þakka öllum fyrir þáttökuna og stuðninginn. Úrslit mótsins má sjá hér.