Sumarkoma
Almanakið segir okkur að sumarið komi á fimmtudaginn. Við hér á Húsatóftavelli trúum því og reiknum með blíðviðri á Sumardaginn fyrsta. Völlurinn verður opinn fyrir almennri umferð og vallargjöldum stillt í hóf. Flatirnar okkar eru í frábæru standi og þeir kylfingar sem hafa heimsótt okkur í vor eru sammála um það. Við minnum alla á að rástímaskráning er á golf.is.
Á laugardaginn kemur, þann 26.apríl mun meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu halda styrktarmót hér á Húsatóftavelli. Leikið verður með Texas Scramble fyrirkomulagi. Veðurspáin er góð og hvetjum við alla til að skrá sig til leiks og styðja með því stelpurnar fyrir átökin í sumar. Skráning í mótið er á golf.is.