
Golfsumarið hjá Golfklúbbi Grindavíkur hefur verið óvenju langt í ár en á morgun fer fram Aðventumót á Húsatóftavelli – 29. nóvember. Undanfarin ár hefur vellinum verið lokað inn á sumarflatir um mánaðarmótin október/nóvember en í ár hefur veðurfar verið sérstaklega hagstætt og því ekki þörf á því að loka inn á sumarflatir.
Halldór Einir Smárason, formaður klúbbsins, fór í byrjun nóvember í sumarfrí til Flórída í Bandaríkjunum. Hann starfar einnig sem framkvæmdastjóri klúbbsins og hefur því misst „síðbúna sumrinu“ sem geisað hefur á Húsatóftavelli síðustu vikur.
„Sem formaður GG þá hélt ég að nóvember væri kjörinn tími til þess að taka sumarfrí en annað hefur komið á daginn,“ segir Halldór léttur í lund.
„Þetta olli mér örlitlu samviskubiti í golfparadísinni á Flórida, en var um leið fréttaefni á þeim slóðum. Vakti jafnvel meiri athygli íslenskra kylfinga en óveður í norðurríkjum Bandaríkjanna. Á morgun þann 29. nóvember er veðurspáin góð og um að gera að skella sér í golf – það ætla ég í það minnsta að gera.“
Skráning í Aðventumót GG er í fullum gangi á golf.is eða hér: http://bit.ly/1yqUdoz