Sumarið komið aftur á Húsatóftavöll

Sumarið komið aftur á Húsatóftavöll

Frábær þátttaka var í Nóvembermóti GG sem fram fór um síðastliðna helgi á Húsatóftavelli í Grindavík. Yfir 100 kylfingar tóku þátt í mótinu og voru kylfingar almennt mjög sáttir með völlinn og aðstæður. Aðeins ringdi um morguninn en vindur var hægur sem við Grindvíkingar fögnum. Úrslit í mótinu má sjá hér.

Bjartsýni hefur ávallt fylgt okkur Grindvíkingum og því höfum við ákveðið að halda annað mót um næstu helgi ef veður leyfir. Séu veðurguðirnir með okkur þá verður ræst út á tveimur teigum frá kl. 10:00 og fram til hádegis. Líklegt er að myrkur skelli á upp úr 16:00 og því viljum við ræsa kylfinga sem fyrst af stað um leið og aðstæður leyfa.

Húsatóftavöllur verður einnig opinn á næstunni á meðan leyfir og þegar hitastig er ekki um og undir frostmarki. Við vonumst til að sjá sem flesta á vellinum á næstu dögum og að veðrið verði okkur kylfingum áfram hagstætt.

Skráning í mótið er hafin á golf.is eða með því að smella hér.