Golfklúbbur Grindavíkur var stofnaður árið 1981, þann 14. maí.
Jóhann Möller átti sumarhús í Staðarhverfi og hafði útbúið 4 brautir og holur á bökkunum. Hann hvatti heimamenn eindregið til að koma og spila og til að stofna golfklúbb og færa út kvíarnar. Völlurinn er nú (2004) 13 holu völlur, fimm þeirra eru á bökkunum og átta eru norðan þjóðvegarins og teygja sig skemmtilega inn í hraunið í austurátt.
Árið 2009 var hafist handa við stækkun á vellinum í 18. holur eftir teikningum frá Hannesi Þorsteinssyni og yfirstjórn Bjarna Hannessonar vallarstjóra. Formleg opnun 18 holu Húsatóftarvallar var með opnunarmót þann 28. júlí 2012.
Í janúar 2011 var einnig ráðist í endurbætur á íbúðarhúsnæði í eigu golfklúbbsins með það að markmiði að þar væri framtíðar golfskáli GG. Formleg opnun skálans var 1. júlí árið 2012.
Formannatal GG:
1981 Sveinn Sigurkarlsson
1982 Sveinn Sigurkarlsson
1983 Sigurgeir Guðjónsson
1984 Halldór Ingvason
1985 Halldór Ingvason
1986 Halldór Ingvason
1987 Halldór Ingvason
1988 Halldór Ingvason
1989 Birgir Ingvason
1990 Pétur Antonsson
1991 Pétur Antonsson
1992 Pétur Antonsson
1993 Halldór Ingvason
1994 Halldór Ingvason
1995 Kristín Mogensen
1996 Kristín Mogensen
1997 Steinþór Þorvaldsson
1998 Steinþór Þorvaldsson
1999 Aðalgeir Jóhannsson
2000 Aðalgeir Jóhannsson
2001 Aðalgeir Jóhannsson
2002 Aðalgeir Jóhannsson
2003 Hjálmar Hallgrímsson
2004 Hjálmar Hallgrímsson
2005 Hjálmar Hallgrímsson
2006 Gunnar Már Gunnarsson
2007 Gunnar Már Gunnarsson
2008 Páll Erlingsson
2009 Páll Erlingsson
2010 Páll Erlingsson
2011 Páll Erlingsson
2012 Páll Erlingsson
2013 Páll Erlingsson
2014 Halldór Einir Smárason
2015 Halldór Einir Smárason
2016 Halldór Einir Smárason
2017 Halldór Einir Smárason
2018 Halldór Einir Smárason
2019 Bjarki Guðnason
2020 Sverrir Auðunsson
2021 Sverrir Auðunsson
2022 Hávarður Gunnarsson
Heiðursfélagar GG:
Halldór Ingvason
Pétur Antonsson
Jóhann Möller
Jakob Eyfjörð Jónsson
Sveinn Sigurkarlsson
Steinþór Þorvaldsson
Jón Guðmundsson
Gullmerki GG:
Aðalgeir Jóhannsson
Arnar Sigurþórsson
Bjarni Andrésson
Bragi Ingvason
Gunnar Már Gunnarsson
Hjálmar Hallgrímsson
Kristín Mogensen
Gullmerki GSÍ:
Halldór Ingvason
Aðalgeir Jóhannsson