Mættir eru: Halldór Einir Smárason, Sigmar Edvarðsson, Jón Júlíus Karlsson, Ólafur Már Guðmundsson, Halldór Ingvason, Þorlákur Halldórsson, Hávarður Gunnarsson og Sverrir Auðunsson. Fundur hófst kl. 18:30. Jón Júlíus ritaði fundargerð. 1. Verkaskipting stjórnar Halldór formaður fór yfir hugmyndir sínar um verkaskiptingu stjórnar sem var samþykkt. Sigmar verður áfram varaformaður, Sverrir gjaldkeri, Jón Júlíus ritari, Ólafur Már, Þorlákur og Ingvar verða meðstjórnendur. Hvað varðar nefndir urðu þær breytingar að Halldór Einir tók að sér formennsku í mótanefnd. Hávarður verður formaður barna- og unglinganefndar og í henni taka sæti Guðmundur Andri og Helgi Dan. Gunnlaugur Úlfar Gunnlaugsson tekur sæti í húsanefnd í stað Jóns Guðmundssonar. Halldór Jóel tekur formennsku í orðunefnd, nýrri nefnd hjá GG. 2. Verðskrá 2015 Farið var yfir verðskrá fyrir árið 2015. Ákveðið var að hafa barna- og unglingagjald 16 ára og yngri 2.500 kr. nema að þau séu að leika í fylgd foreldra eða forráðamanna. Frítt verður í golf fyrir börn og unglinga sem eru félagar í GG. Verðskrá GG 2015 er eftirfarandi: Farið var yfir félagsgjald fyrir árið 2015. Ákveðið var að halda í þá verðskrá sem samþykkt var á aðalfundi. Öll aðild að Golfklúbbi Grindavíkur mun kosta 49.000 kr. Frítt er í golfklúbbinn fyrir einstaklinga 16 ára og yngri. Jafnframt var ákveðið að setja af stað nefnd sem mun fara yfir lög Golfklúbbsins og skila tillögum inn á borð stjórnar á næstu mánuðum og svo til samþykktar aðalfundar. Sú nefnd skal einnig taka til skoðunar gull- og silfurmerki GG. 3. Golfskálinn Rætt var um framtíð veitingasölunar í golfskálanum. Nokkrir hafa lýst yfir áhuga á að taka reksturinn yfir. Stjórnin ræddi hvaða verkefni gætu fallið inn í rekstur veitingasölunar, s.s. innheimta flatargjalda og þrif á skála. Ákveðið að hefja vinnu við að bjóða rekstur veitingasölunnar út. 4. Önnur mál Halldór og Sigmar fóru á fund með Bláa lóninu sem hefur áhuga á að koma með ennfrekari hætti að uppbyggingu vallarins. Halldór og Sigmar fá umboð stjórnar til að fara í viðræður við Bláa lónið og taka málið enn frekar áfram. Fleiri mál voru rædd og fundi slitið kl. 20:30.Fundargerð stjórnar GG 19. janúar 2015
Virkir dagar: 3.900 kr.
Hjónagjald virka daga: 6.500
Helgidagar og helgar: 5.000 kr.
Hjónagjald helgar: 8.500 kr.
Gestir GG félaga (1 pr. félaga): 3.000 kr.
Aðilar utan GSÍ: 8.000 kr.
Yngri en 16. ára: 2.500 kr.
Frítt fyrir börn yngri en 16. ára í fylgd með foreldrum.
(16 – 20 ára. 3.000 kr.)