Fréttabréf GG
Opnum Húsatóftavöll laugardaginn 12. apríl
Kæru félagsmenn Golfklúbbs Grindavíkur
Við kynnum með stolti opnun á Húsatóftavelli laugardaginn 12. apríl næstkomandi.
Rástímaskráning er eins og áður á golfbox og geta félgasmenn GG skráð sig með sjö daga fyrirvara á meðan gestir hafa fimm daga. Ágætt er að hafa í huga að við komum til með að stilla rástímum upp eftir veðurfari, sem dæmi ef það er næturfrost þá opnum við völlinn seinna eða höfum hann alveg lokaðan, eftir því hversu slæmt veðrið hefur verið.
Líkt og undanfarin ár kemur völlurinn ágætlega undan vetri en þó er nauðsynlegt að benda kylfingum á að ganga vel um völlinn, laga boltaför á flötum og setja torfusneppla aftur í kylfuför.
Í ár mun bætast við töluvert af nýjum félagsmönnum (bæði vönum og óvönum) og er mjög mikilvægt að þessir aðilar finni það að það sé velkomið og sé vel tekið. Við þurfum öll að hjálpast að við þetta til að geta fjölgað meðlimum í klúbbnum okkar jafnt og þétt.
Mótahald (sjá nánar á golfbox)
Framundan er spennandi golfsumar og verður mótahald fjölbreytt. Við hefjum leik með páskamóti á Skírdag sem nú þegar er fullbókað í.
Meistaramót GG verður haldið um miðjan júlí (við hvetjum ykkur til að taka þátt) og verður það hið glæsilegasta.
Sitgamót, sem er innanfélagsmótaröð, verður áfram leikinn à þriðjudögum í allt sumar. Fyrsta mót sumarsins fer fram þriðjudaginn 6. maí og eins og áður verða rástímar frá 16:00-18:00 fráteknir þann daginn í mótið. Ef kylfingar vilja leika fyrr þá skrá þeir sig á venjulegan rástíma og tilkynna það í skála áður en haldið er af stað og greiða mótsgjaldið.
Nokkur opin mót eru á dagskrá í sumar, fyrir utan páskamótið á skírdag má þar nefna Texasmót Mustad Autoline um sjómannahelgina, Hjá Höllu punktamót í júní, Lek mótaröð eldri kylfinga, Issi Fish & chips o.fl.
Greiðsla á félagsgjöldum
Ákveðið var að fara þá leið að stilla félagsgjaldinu fyrir árið 2025 í hóf, þ.e. 44.900 kr., af nokkrum ástæðum (m.a. til að laða að fleiri kylfinga í klúbbinn). Hefur það gengið ágætlega hingað til en við vonumst til að sjá enn fleiri skrá sig næstu vikurnar.
Allir sem eru búnir að skrá sig eða voru skráðir í fyrra ættu að vera búnir að fá greiðsluseðil í heimabankann og greiða hann. Ef þið sjáið ekki greiðsluseðilinn þá vinsamlegast látið okkur vita hérna. Viljum við hvetja ykkur eindregið til að gera upp félagsgjaldið sem allra fyrst svo ekki komi til óþarfa lokana á golfbox.
13. flötin